fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Sækir um reynslulausn eftir 46 ár í fangelsi

Pressan
Mánudaginn 10. júní 2024 08:42

Leonard Peltier.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski aðgerðasinninn Leonard Peltier fær að vita það á næstu vikum hvort honum verði veitt reynslulausn úr fangelsi eftir að hafa setið á bak við lás og slá síðastliðin 46 ár.

Peltier var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á tveimur FBI-fulltrúum árið 1975. Peltier er frumbyggi og áður en hann var sakfelldur fyrir morðin var hann meðlimur í hópi sem berst fyrir réttindum amerískra frumbyggja.

Peltier var dæmdur fyrir að skjóta FBI-fulltrúana Jack Coler og Ron Williams til bana í Suður-Dakóta, en þangað voru þeir komnir til að handtaka mann vegna gruns um þjófnað. Skotið var á alríkisfulltrúana af nokkrum mönnum og létust Coler og Williams af sárum sínum.

Peltier var sá eini sem var sakfelldur í málinu en og var það meðal annars byggt á vitnisburði konu sem síðar dró vitnisburðinn til baka. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa kallað eftir því að aðgerðasinnanum verði sleppt.

Peltier er orðinn 79 ára gamall og heilsuveill.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur lagst gegn því að honum verði sleppt úr haldi og bendir á að málið hafi farið sína leið í bandaríska dómskerfinu. Eftir fjölda áfrýjana hafi niðurstaðan ætíð verið sú sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist