fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Golfstraumurinn hætti að dæla næringarefnum á síðustu öld – Nú gæti það verið að gerast aftur

Pressan
Laugardaginn 8. júní 2024 17:30

Svona streymir Golfstraumurinn um Atlantshaf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok síðustu ísaldar hægði Golfstraumurinn mjög á sér og hafði það miklar afleiðingar fyrir lífið í Atlantshafi.

Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur sem á upptök sín milli Flórída og Kúbu. Hann streymir alla leið til Evrópu og ber með sér hlýjan sjó sem tryggir temprað loftslag í Evrópu og að ákveðnu marki í Norður-Ameríku.

Reiknilíkön sýna að Golfstraumurinn er að veikjast og hugsanlega er Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC), sem Golfstraumurinn er hluti af, við það að hrynja. Ef svo fer mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir loftslagið.

Live Science segir að í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science, sé komist að þeirri niðurstöðu að ef það dregur úr streymi Golfstraumsins muni það hafa alvarleg áhrif fyrir lífríkið í sjónum því það treysti á næringarefnin sem straumurinn ber með sér í Norður-Atlantshafið.

Höfundarnir byggja niðurstöðu sína á rannsóknum á steingervingum og setlögum frá stuttu kuldaskeiði sem reið yfir á tímabilinu frá 12.900 árum til 11.700 árum síðan. Kuldakastið þá, sneri við hnattrænni hlýnun sem hafði verið í gangi.

Rannsóknin sýndi að streymi næringarefna í Norður-Atlantshafið minnkaði mikið á þessu tímabili og sultu lífverur í hafinu fyrir vikið, allt frá smæstu dýrum upp í þau stærstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér