fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Vill banna snjallsímanotkun í skólum með lögum

Pressan
Laugardaginn 1. júní 2024 17:30

Kathy Hochul. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur lagt til að notkun snjallsíma í barnaskólum í ríkinu verði bönnuð með lögum. Kathy hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif samfélagsmiðlar – sem börn nálgast einkum í gegnum snjallsíma – hafa á heilsu þeirra.

Kathy segist sjálf hafa orðið vitni að því hversu ávanabindandi samfélagsmiðlar eru og mörg börn hafi farið illa út úr notkun þeirra. „Þeir bókstaflega hlekkja þau og gera þau að föngum sínum,“ segir hún.

Kathy segir að með þessuy sé ekki verið að banna alla símanotkun í skólum, heldur aðeins snjallsíma sem hafa aðgang að Internetinu og samfélagsmiðlum. Nemendur geti áfram komið með síma í skólann sem senda smáskilaboð en þá eigi aðeins að nota þá í neyðartilvikum.

Ríkisstjórinn segist eiga von á því að kynna frumvarp um þetta síðar á þessu ári en þangað til muni hún ráðfæra sig við sérfræðinga um útfærslu á nýjum lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol