fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Fékk skröltorm sendan með pósti – Það sama gerði fjölskylda hans sem býr langt í burtu

Pressan
Miðvikudaginn 29. maí 2024 09:30

Skröltormur. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sótti Elijah Bowles, sem starfar sem flutningabílstjóri í Kaliforníu, pakka á pósthús í ríkinu. Þegar hann opnaði hann blasti lifandi skröltormur við honum. Telur hann að einhver vilji hann feigan.

Í samtali við Los Angeles Times sagðist hann telja að skröltormurinn hafi verið um 60 cm langur. Bómullarkúlur voru í kassanum til að koma í veg fyrir að skröltið í slöngunni heyrðist.

Rannsóknardeild bandarísku póstþjónustunnar er nú að rannsaka málið.

Vitað er að pakkinn var póstlagður í Hayward í Kaliforníu þann 3. maí og var heimilisfang sendandans sagt vera í Palm Coast í Flórída.

Bowles sagðist hafa áhyggjur af að einhver vilji hann feigan og þá sérstaklega eftir að hann frétti þann 20. maí að samskonar pakki hafi verið sendur að heimili hans í Flórída og hafi skröltormur verið í honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni