fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Fullkomlega hraust fólk notar hjólastóla til að fá forgang um borð

Pressan
Föstudaginn 24. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barry Biffle, forstjóri bandaríska lággjaldaflugfélagsins Frontier Airlines, segir að skera þurfi upp herör gegn einstaklingum sem misnota sér þjónustu flugfélaga. Dæmi eru nefnilega um að fullkomlega heilsuhraustir einstaklingar biðji um hjólastóla í þeim eina tilgangi að fá forgang um borð.

Barry kom inn á þetta á erindi á ráðstefnu í New York í vikunni og grínaðist hann með það að flugvélar félagsins hefðu ótrúlegan lækningamátt. Sama fólk og kæmi inn í vélina í hjólastólum gæti svo gengið út úr henni á áfangastað án nokkurra vandkvæða.

„Ef þú leggur bílnum þínum í stæði fyrir hreyfihamlaða kemur löggan og þú færð sekt. Það sama ætti að eiga við um fólk sem misnotar þessa þjónustu,“ sagði Barry og bætti við að þetta kæmi niður á þeim sem raunverulega þurfa á þjónustunni að halda.

Samkvæmt lögum frá árinu 1986 þurfa flugfélög að útvega hjólastóla fyrir hreyfihamlaða farþega en þessi sömu lög kveða einnig á um að hreyfihamlaðir njóti forgangs um borð. Þurfa þeir þar af leiðandi ekki að bíða í röðum sem getur tekið drykklanga stund.

Barry benti á að í einu flugi hafi hvorki fleiri né færri en 20 farþegar óskað eftir því að fá hjólastól áður en þeir fóru um borð. Aðeins þrír þeirra notuðu svo hjólastól þegar vélin lenti á áfangastað.

Talið er að þessa aukningu megi að hluta rekja til myndbands sem fór víða á TikTok árið 2022 þar sem sagt var frá ýmsum ráðum til að forðast langar raðir á flugvöllum. Eitt af þessum ráðum var að fá hjólastól til að létta sér lífið og forðast biðraðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn