fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

Pressan
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 06:30

Þær stóðu sig frábærlega og láta strákana ekki hræða sig. Mynd:Queens Park Ladies

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afrek stúlknaliðs Queens Park Ladies í þriðju deild Bournemouth Youth Football League á Englandi hefur svo sannarlega vakið mikla og verðskuldaða athygli að undanförnu. Keppnin er fyrir lið skipuð leikmönnum 12 ára og yngri. Stúlkurnar kepptu í „strákadeild“ og er óhætt að segja að þær hafi rúllað henni upp.

Sky News segir að 12 lið hafi spilað í deildinni, stúlknaliðið og 11 lið eingöngu skipuð strákum. Stúlknaliðið vann 18 af 22 leikjum sínum og gerði 4 jafntefli. Stúlkurnar skoruðu 61 mark og fengu aðeins 11 á sig. Þær tryggðu sér deildarmeistaratitilinn örugglega.

Þegar þær höfðu lokið öllum leikjum sínum voru þær komnar með 58 stig, 16 stigum meira en liðið í öðru sæti en það átti þá tvo leiki til góða.

Það gerir afrek þeirra enn sætara að þeim tókst að sigrast á andstöðu yfirmanna breska knattspyrnusambandsins sem vildu í upphafi ekki leyfa þeim að spila í strákadeildinni og sögðu þeim að þær yrðu að spila í stúlknadeild.

En Toby Green, þjálfari þeirra, var svo sannfærður um getu liðsins að hann gafst ekki upp og hafði að lokum í gegn að þær máttu spila í strákadeild.

Á næsta ári munu þær spila í annarri deildinni í keppni liða fyrir yngri en 13 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp