Sky News segir að 12 lið hafi spilað í deildinni, stúlknaliðið og 11 lið eingöngu skipuð strákum. Stúlknaliðið vann 18 af 22 leikjum sínum og gerði 4 jafntefli. Stúlkurnar skoruðu 61 mark og fengu aðeins 11 á sig. Þær tryggðu sér deildarmeistaratitilinn örugglega.
Þegar þær höfðu lokið öllum leikjum sínum voru þær komnar með 58 stig, 16 stigum meira en liðið í öðru sæti en það átti þá tvo leiki til góða.
Það gerir afrek þeirra enn sætara að þeim tókst að sigrast á andstöðu yfirmanna breska knattspyrnusambandsins sem vildu í upphafi ekki leyfa þeim að spila í strákadeildinni og sögðu þeim að þær yrðu að spila í stúlknadeild.
En Toby Green, þjálfari þeirra, var svo sannfærður um getu liðsins að hann gafst ekki upp og hafði að lokum í gegn að þær máttu spila í strákadeild.
Á næsta ári munu þær spila í annarri deildinni í keppni liða fyrir yngri en 13 ára.