fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Pressan

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Pressan
Mánudaginn 22. apríl 2024 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa birt myndband úr búkmyndavél lögreglu sem sýnir þegar 67 ára karlmaður var skotinn til bana.

Atvikið átti sér stað á DoubleTree Suites-hótelinu síðastliðinn miðvikudag en maðurinn hafði mælt sér móti við tvo einstaklinga sem hann taldi vera 7 og 11 ára stúlkur.

Maðurinn var hins vegar leiddur í gildru og tóku laganna verðir, gráir fyrir járnum, á móti honum þegar hann knúði dyra á einu af herbergjum hótelsins.

Maðurinn dró upp skotvopn um leið og hann sá að lögreglumenn væru á vettvangi. Lögreglumenn tóku enga áhættu og skutu manninn um leið og hann dró upp vopnið. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi stuttu síðar.

Einn lögreglumaður særðist á fótlegg þegar kúla úr byssu mannsins straukst við hann.

Adrian Diaz, lögreglustjóri í Seattle, segir að tálbeituaðgerðir eins og þessar geti verið hættulegar fyrir lögreglumenn. Upp geti komið óútreiknanlegar aðstæður á stuttum tíma eins og þetta dæmi sýnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 4 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu