fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Pressan
Mánudaginn 22. apríl 2024 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa birt myndband úr búkmyndavél lögreglu sem sýnir þegar 67 ára karlmaður var skotinn til bana.

Atvikið átti sér stað á DoubleTree Suites-hótelinu síðastliðinn miðvikudag en maðurinn hafði mælt sér móti við tvo einstaklinga sem hann taldi vera 7 og 11 ára stúlkur.

Maðurinn var hins vegar leiddur í gildru og tóku laganna verðir, gráir fyrir járnum, á móti honum þegar hann knúði dyra á einu af herbergjum hótelsins.

Maðurinn dró upp skotvopn um leið og hann sá að lögreglumenn væru á vettvangi. Lögreglumenn tóku enga áhættu og skutu manninn um leið og hann dró upp vopnið. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi stuttu síðar.

Einn lögreglumaður særðist á fótlegg þegar kúla úr byssu mannsins straukst við hann.

Adrian Diaz, lögreglustjóri í Seattle, segir að tálbeituaðgerðir eins og þessar geti verið hættulegar fyrir lögreglumenn. Upp geti komið óútreiknanlegar aðstæður á stuttum tíma eins og þetta dæmi sýnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum