fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Pressan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 07:30

Hann ók meðal annars á móti umferð. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var David Stephenson, 51 árs, dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stolið bíl í Ashton-under-Lyne á Englandi í janúar. Vél bílsins var í gangi þegar hann settist upp í hann og ók af stað. Í farþegasætinu var blind 89 ára kona sem þjáist einnig af elliglöpum.

Bíleigandinn, sem er dóttir gömlu konunnar, hafði brugðið sér inn í verslun en skildi bílinn eftir í gangi til að halda hita á móður sinni.

Sky News segir að lögreglan í Manchester hafi opinberað upptöku af símtalinu þegar konan hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna um þjófnaðinn. „Bíllinn minn er horfinn og mamma mín, mamma mín er í bílnum . . . þeir tóku bílinn minn og mömmu mína. Hún er fötluð og blind og með elliglöp. Hvað ætla þeir að gera henni, hvað ætla þeir að gera mömmu minni?“ sagði hún.

Lögreglan birti einnig upptöku af eftirför lögreglunnar og sést að Stephenson ók greitt um götur Ashton-under-Lyne í Tameside, tók fram úr fjölda bíla og ók öfug megin á götunum.

Hann gafst að lokum upp og stöðvaði og var handtekinn.

Gömlu konuna sakaði ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum