fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
Pressan

Gullverð í hæstu hæðum

Pressan
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 08:30

Það væri ekki amalegt að eiga nokkrar svona. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gullverð hefur aldrei verið hærra en um þessar mundir. Verðið hefur hækkað jafnt og þétt að undanförnu og á mánudaginn náði verðið hæstu hæðum og hefur aldrei verið hærra.

Ein únsa af gulli, únsa er mælieiningin sem er notuð þegar gull er vigtað, seldist þá á sem svarar til um 319.000 íslenskra króna. Það svarar til þess að eitt kíló af gulli kosti um 11,2 milljónir króna.

Síðasta hálfa árið hefur gullverð hækkað um 24%.

CNBC hefur eftir Joseph Cavatoni hjá World Gold Council að hann telji að hækkunina megi rekja til þess að margir spákaupmenn séu þess fullvissir að til vaxtalækkunar komi í júní.

Gullverð hefur tilhneigingu til að þróast í öfuga átt við vaxtarstigið að sögn CNBC. Gull er oft talið örugg fjárfesting á óöruggum tímum og einnig sem trygging gegn verðbólgu. Ástæðan er að gull er aðeins til í takmörkuðu magni en það er alltaf hægt að prenta fleiri peningaseðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára stúlka myrti ömmu sína

17 ára stúlka myrti ömmu sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“