fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Missti höndina í ótrúlegu slysi þar sem hárblásari var sökudólgurinn

Pressan
Föstudaginn 22. mars 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Wilson, ung kona í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, missti aðra höndina eftir ótrúlegt slys á heimili sínu fyrir skemmstu.

Mary var að blása á sér hárið að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn þegar hún féll skyndilega í yfirlið. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna leið yfir hana en sjálf telur Mary að hún hafi fengið raflost frá hárblásaranum með þeim afleiðingum að hún leið út af.

Mary lá meðvitundarlaus á gólfinu í um tuttugu mínútur og hélt blásarinn áfram að blása heitu lofti á hæstu stillingu. Ekki vildi betur til en svo að vinstri höndin var þétt upp við blásarann þar sem hún lá á gólfinu og varð þess valdandi að hún fékk slæm brunasár og tilheyrandi taugaskemmdir.

Kærasta Mary kom að henni á gólfinu og sá hún strax hversu alvarleg meiðslin voru. „Höndin á þér, höndin á þér,“ endurtók hún í sífellu og var Mary eðlilega brugðið þegar hún rankaði við sér og sá hvað hafði gerst. „Ég leit á höndina og ég þekkti þennan líkamspart ekki.“

Hún var flutt umsvifalaust á sjúkrahús þar sem læknar sáu þann kost vænstan að fjarlægja höndina vegna óafturkræfra taugaskemmda.

Um var að ræða tiltölulega gamlan hárblásara sem var ekki með sjálfvirkan búnað sem gerir það að verkum að hann slekkur á sér ef hitinn verður of mikill. „Ef hann hefði verið með þann búnað væri ég hugsanlega með báðar hendur í dag,“ segir hún í samtali við WSFA.

Wilson starfaði sem hundasnyrtir áður en slysið varð og hefur hún nú neyðst til að hætta því. Hún lítur þó björtum augum á framtíðina eftir sem áður.

„Ég ætla að lifa lífinu til fulls. Þetta er bara hönd sem er, hvað, 10% af líkamanum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni