fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Segjast ekki hafa fundið neinar sannanir fyrir heimsóknum geimvera

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 10. mars 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri skýrslu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna bendir ekkert til að tíðar tilkynningar í landinu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar um fljúgandi furðuhluti hafi átt við um raunveruleg flugför geimvera frá öðrum plánetum. Í öllum tilfellum hafi viðkomandi séð prufukeyrslur á nýjum gerðum njósnaflugvéla og manngerðri tækni til geimferða.

Skýrsluhöfundar eiga þó ekki von á því að að skýrslan muni hafa einhver áhrif á lífseigar kenningar um að bandarísk stjórnvöld hafi í áratugi leynt upplýsingum um komu geimvera til jarðar og að flugför þeirra hafi verið falin kirfilega. Þeir standa þó fast á því að þeir hafi engar sannanir fundið fyrir því að bandarísk stjórnvöld hafi komist í einhver kynni við verur frá öðrum hnöttum.

Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.

Skýrslan var kynnt bandaríska þinginu síðastliðinn föstudag.

Embættismenn í ráðuneytinu segja að skýrslan muni væntanlega litlu breyta um þá útbreiddu skoðun að geimverur hafi sannarlega heimsótt jörðina.

Skýrslan er hluti af þeirri viðleitni bandarískra stjórnvalda að rannsaka fyrir opnum tjöldum það sem viðkemur fljúgandi furðuhlutum.

Dægurmenningin ýti undir langlífi kenninganna

Í skýrslunni kemur fram að ýmsar bækur, kvikmyndir, sjónvarpsþættir og vefsíður hafi breitt þá hugmynd út að bandarísk stjórnvöld hafi lengi haft í fórum sínum geimför og líkamsleifar geimvera og leynt því fyrir þjóðinni og heimsbyggðinni allri.

Skýrsluhöfundar segjast hafa nálgast viðfangsefnið með opnum huga en hafi einfaldlega ekki fundið neinar sannanir fyrir því að geimverur hefðu komið til jarðarinnar.

Samkvæmt könnun Gallup frá 2021 telja 40 prósent Bandaríkjamanna að geimverur hafi heimsótt jörðina.

Skýrsluhöfundar rannsökuðu meðal annars skjöl sem leynd hvílir enn yfir og skoðuðu allar opinberar rannsóknir stjórnvalda á fljúgandi furðuhlutum síðan 1945.

Í skýrslunni kemur fram að minnisblað um fljúgandi furðuhluti sem að sögn var lekið úr ráðuneytinu á sjöunda áratugnum hafi verið falsað og að efnisbútur, sem rannsakaður var af sjálfstæðum hópi og átti að vera úr geimfari og gerður úr efnum frá öðrum heimi hafi í raun verið úr meðal annars sínki og magnesíum.

Er fullyrt í skýrslunni að á sjötta og sjöunda áratugnum hafi þróun nýrrar tækni orðið til þess að fólk hafi oft talið sig sjá fljúgandi furðuhluti. Um hafi verið að ræða meðal annars loftbelgi sem gátu flogið hærra en eldri tegundir og njósnaflugvélar sem hafi verið hringlaga en sú hugmynd var og er líklega enn algeng að flugför geimvera væru hringlaga.

Víðtækt vantraust

Eins og áður segir vísa skýrsluhöfundar einkum til dægurmenningar til að finna skýringu á því hversu lífseigar kenningar um geimverur á jörðinni séu en skortur á trausti í garð stjórnvalda eigi líka sinn þátt í því.

Tilkynningar um fljúgandi furðuhluti á sjötta og sjöunda áratugnum voru helsta viðfangsefni skýrslunnar en slíkar tilkynningar hafa borist reglulega allt fram til samtímans, yfirleitt um 50-100 í hverjum mánuði.

Á síðasta ári bar fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn David Grunch vitni fyrir þingnefnd þar sem hann fullyrti að bandarísk stjórnvöld hefðu geimför og líkamsleifar geimvera í sinni vörslu. Sagðist hann byggja þetta á skjölum, upptökum og samtölum við kollega.

Varnarmálaráðuneytið segir að það muni senda síðar frá sér skýrslu um tilkynningar um fljúgandi furðuhluta sem eru nær í tíma en þær sem voru helsta viðfangsefni þessarar skýrslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig