fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Dæmd í 106 ára fangelsi fyrir að hafa pyntað börnin sín

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 08:30

Mary Vinson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi börn lifuð í helvíti. Nú munu þau aldrei aftur þurfa að hafa áhyggjur af ofbeldismönnunum aftur.“ Þetta asgði Kathy Jennings, ríkissaksóknari í Delaware í Bandaríkjunum, í kjölfar dóms yfir Mary og Charles Vinson í síðustu viku.

Í fréttatilkynningu frá ríkissaksóknaraembættinu kemur fram að Mary, sem er 46 ára, hafi verið dæmd í 106 ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnum, mannrán, tilraun til líkamsárásar, fyrir að stofna lífi og heilsu barns í hættu og fleiri brot.

Eiginmaður hennar, Charles, sem er 37 ára, var dæmdur í 49 ára fangelsi fyrir sömu brot.

Að sögn ríkissaksóknarans þá beittu hjónin börnin sín miklu og endurteknu ofbeldi þegar þau voru á aldrinum 10 til 13 ára. People segir að ofbeldið hafi verið tekið upp með myndavélum sem foreldrarnir höfðu komið fyrir í barnaherbergjunum.

Meðal þeirra pyntinga sem börnin sættu var að þau voru látin standa kyrr í langan tíma, matur var neyddur ofan í þau og þau voru svelt. Það þurfti að leggja þau nokkrum sinnum inn á sjúkrahús vegna ofbeldisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“