Í fréttatilkynningu frá ríkissaksóknaraembættinu kemur fram að Mary, sem er 46 ára, hafi verið dæmd í 106 ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnum, mannrán, tilraun til líkamsárásar, fyrir að stofna lífi og heilsu barns í hættu og fleiri brot.
Eiginmaður hennar, Charles, sem er 37 ára, var dæmdur í 49 ára fangelsi fyrir sömu brot.
Að sögn ríkissaksóknarans þá beittu hjónin börnin sín miklu og endurteknu ofbeldi þegar þau voru á aldrinum 10 til 13 ára. People segir að ofbeldið hafi verið tekið upp með myndavélum sem foreldrarnir höfðu komið fyrir í barnaherbergjunum.
Meðal þeirra pyntinga sem börnin sættu var að þau voru látin standa kyrr í langan tíma, matur var neyddur ofan í þau og þau voru svelt. Það þurfti að leggja þau nokkrum sinnum inn á sjúkrahús vegna ofbeldisins.