fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við

Pressan
Föstudaginn 1. mars 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falskar upplýsingar og misnotkun á efni, búnu til með gervigreind, er ansi fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. Hræðsla við að efni, búið til með gervigreind, hafi áhrif á kosningarnar til Evrópuþingins gera að verkum að Meta, sem á Facebook, hefur sett sérstakan hóp á laggirnar sem á að berjast gegn þessu.

Gervigreind, sem getur búið til margvíslegt efni, hefur vaxið hratt að undanförnu og með þessari tækni er hægt að búa til texta, myndir og myndbönd. Þetta hefur ýtt undir hræðslu við að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar víða í heiminum.

Kosið verður til Evrópuþingsins frá 6. til 9. júní. Kosið verður um 720 sæti á þinginu en það kemur að lagasetningu ESB en þingið er ásamt ráðherraráði ESB löggjafarvaldið í ESB.

Marco Pancini, forstjóri Meta í Evrópu, sagði í bloggfærslu að þar sem kosningarnar nálgist, þá setji Meta sérstaka kosningamiðstöð á laggirnar til að greina hugsanlegar hættur og draga úr þeim í rauntíma.

Hann sagði að sérfræðingar rannsókna, gagnarannsókna, verkfræði, rannsókna, innihaldspólitíkur og lögfræði hafi verið sérvaldir til að einblína á hvernig hægt er að berjast gegn dreifingu rangra upplýsinga og hættunni sem tengist misnotkun gervigreindar.  Ekki kemur fram hvernig á að bera kennsl á hættuna og berjast gegn henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti