Maðurinn sem um ræðir, David Mitchener, var 89 ára þegar hann lést á sjúkrahúsi í Bretlandi. Hafði hann tekið inn D-vítamín í fæðubótarformi en ekki komu fram upplýsingar um hámarksskammt á umbúðum.
Mælt er með því að fólk – sérstaklega þeir sem búa á norðurhjara veraldar – taki inn hóflegan skammt af D-vítamíni í fæðubótarformi. Er ráðlagður dagskammtur einstaklinga á aldrinum 10 til 70 ára 15 míkrógrömm en 20 míkrógrömm hjá þeim sem eru komnir yfir sjötugt.
D-vítamín stuðlar til dæmis að vexti og vuiðhaldi beina og gerir líkamanum kleift að nýta kalk og fosfór til að byggja upp bein.
Sé D-vítamín tekið inn í of miklu magni getur það leitt til þess að of mikið kalk verður til í blóði. Áhrifin af þessu geta verið ýmisleg en alvarlegustu eitrunareinkennin geta leitt til lífshættulegrar nýrnabilunar.
Þegar maðurinn leitaði á heilsugæslu fárveikur kom í ljós að D-vítamín í líkama hans sprengdi alla kvarða. Í úrskurði dánardómstjóra er lagt til að strangari reglur verði settar á umbúðir fæðubótarefna þar sem varað er við afleiðingum ofneyslu.