fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Fundu óvenjulegan hlut í bílskúr látins manns

Pressan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla fær allskonar símtöl og eru verkefni hennar oftar en ekki jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Lögreglan í Bellevue í Washington-ríki fékk skrýtið símtal á dögunum vegna óvenjulegs hlutar sem fannst í bílskúr látins manns.

Um var að ræða óvirka eldflaug af gerðinni Douglas AIR-2 Genie sem var framleidd í Bandaríkjunum á árunum 1958 til 1985. Var eldflaugin hönnuð til að geta borið 1,5 kílótonna kjarnaodd, en það jafngildir sprengikrafti 1.500 tonna af sprengiefninu TNT.

Sem betur fer var enginn kjarnaoddur á eldflauginni og ekkert eldsneyti og var eldflaugin því algjörlega hættulaus.

Það var safn bandaríska flughersins í Dayton í Ohio sem hafði samband við lögreglu, en það gerðist eftir að nágranna hins látna áskotnaðist eldflaugin frá aðstandendum mannsins.

Í frétt AP kemur fram að bandaríski herinn hafi ekki óskað eftir því að fá eldflaugina til sín og því geti safn flughersins í Dayton fengið eldflaugina til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“