fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

12 ára drengur er gáfaðri en Albert Einstein og Stephen Hawking

Pressan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 06:30

Albert Einstein er talinn einn af mestu snillingum sögunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinum 12 ára Rory Bidwell hefur verið boðin aðild að Mensa samtökunum eftir að hann rúllaði greindarprófi upp. Greindarvísitala hans mælist hærri en hjá bæði Albert Einstein og Stephen Hawking en þeir eru af mörgum taldir einir mestu snillingar og gáfumenni síðari tíma.

Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla þá fékk Rory 162 í hinu svokallaða Cattell III B-prófi. Þetta er mesti stigafjöldi sem hægt er að fá í þessu prófi fyrir hans aldurshóp. Hann getur þar með stært sig af að tilheyra því eina prósenti fólks sem er með svona háa greindarvísitölu.

Einstein og Hawking urðu að sætta sig við að fá „bara“ 160 á samskonar prófi. Til samanburðar má nefna að meðalstigafjöldi fólks í prófum af þessu tagi er 100.

Í kjölfar þessarar frammistöðu Rory á prófinu var honum boðin aðild að Mensa sem eru alþjóðleg samtök mjög gáfaðs fólks.

Rory tók prófið, sem tekur tvær klukkustundir, án þess að hafa undirbúið sig sérstaklega undir það og án þess að vita tilganginn með því. Þvert á móti tókst hann rólegur á við prófið og gaf sér meira að segja tíma til að fara í rólegheitum á klósettið sagði móðir hans, Abi Bidwell, í samtali við North Devon Gazette.

Hún sagði að Rory sé svo lánsamur að vera með ótrúlegan heila sem geti leyst vandamál og munað upplýsingar.

Strax á unga aldri sýndi hann þess merki að hann væri sérstakur á þessu sviði. Hann gat púslað 100 púslum þegar hann var tveggja ára og þegar hann var í öðrum bekk fór hann létt með stærðfræði sem er kennd í sjöunda bekk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið