fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

„Eiginkona mín gerði draum minn um trekant að veruleika – En ég vil það ekki“

Pressan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 04:35

Honum leist ekki alveg á þetta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamingusamlega kvæntur í 20 ár án nokkurra stórra vandamála í hjónabandinu, tvö börn á unglingsaldri og draum um trekant með eiginkonunni og annarri konu.

Svona er hægt að lýsa hinum 42 ára Craig (ekki hans rétta nafn) sem skýrði frá draumi sínum um trekant og að eiginkonan hefði látið drauminn rætast.

Craig hefur aldrei haldið framhjá eiginkonunni en hann hafði deilt með henni draumi sínum um að stunda kynlíf með henni og annarri konu samtímis, trekant.

„Þetta höfum við rætt lengi en ekki af alvöru um að fara yfir línuna og láta þetta verða að veruleika. Smá spjall á milli okkar um þetta þegar við sjáum aðlaðandi konu á bar . . . en engin alvöru umræða um að láta þetta rætast,“ sagði hann um hvernig málin hefðu gengið fyrir sig varðandi þetta.

En þegar afmæli hans, og ferðalag því tengdu, nálgaðist komst hann að fyrirætlun eiginkonunnar um að láta draum hans rætast.

Mörgum kann að finnast þetta vera hin fullkomna sviðsmynd en Craig var ekki ánægður og skrifaði um það á Reddit. „Sannleikurinn er að mig langar raunverulega ekki til að gera þetta. Það hefur verið svo gaman að eiga þessa fantasíu með henni öll þessi ár og ég vil bara konuna mína þrátt fyrir að trekantur gæti verið kynæsandi og skemmtilegur. Ég veit að mér myndi ekki líka að gera suma hluti með annarri konu og í raun vil ég þetta ekki,“ skrifaði hann.

Hann hafði kíkt í síma eiginkonunnar til að sjá hvar sonur þeirra væri, því hann var ekki heima. Þá sá hann opin skilaboð þar sem stóð: „Hann verður að nota smokk þegar hann ríður þér.“

Hann skoðaði þá skilaboðin betur og sá að eiginkonan hafði átt í samskiptum við vinkonu sína um að koma honum á óvart á hóteli með því að fara í trekant með honum.  En þegar hann sá þessi samskipti þeirra áttaði hann sig á að hann vildi ekki gera þetta og hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að segja henni það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér