fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Þingmaður kenndi streitu um búðahnupl

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 17:30

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður á nýsjálenska þinginu hefur sagt af sér þingmennsku eftir að ásakanir um þjófnaði á vörum úr fataverslunum komu upp á yfirborðið. Kennir þingmaðurinn, sem sætir lögreglurannsókn, streitu vegna álags í starfi sínu um hegðun sína.

BBC greinir frá þessu.

Þingmaðurinn heitir Golriz Ghahraman og sat á þingi fyrir flokk Græningja. Hún er sökuð um að hafa stolið vörum þrisvar sinnum úr tveimur mismunandi fataverslunum á Nýja-Sjálandi, annarri í Auckland en hinni í Wellington.

Ghahraman sagði að streita sem tengdist starfi hennar hefði orðið til þess að hún hafi hagað sér á máta sem sé gjörólíkur hennar karakter. Hún segist hafa brugðist fjölda fólks og þyki þetta leitt.

Ghahraman starfaði áður sem mannréttindalögfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún er 42 ára gömul en þegar hún var barn flúði fjölskylda hennar frá Íran og fékk hæli á Nýja-Sjálandi. Hún var kjörin á þing 2017 og varð þá fyrsti flóttamaðurinn í sögunni sem náði kjöri á nýsjálenska þingið.

Ghahraman sagði af sér í kjölfar þess að birtar voru upptökur úr öryggismyndavél þar sem sjá má hana stela úr annarri versluninni.

Hún sagði í yfirlýsingu að hegðun hennar samræmdist ekki þeim ströngum viðmiðum sem ættu að gilda um kjörna fulltrúa.

Hún segist ekki geta skýrt hegðun sína á rökréttan hátt. Hún njóti aðstoðar sérfræðings á sviði andlegra veikinda og geri sér nú grein fyrir að hún gangi ekki heil til skógar en sé þó ekki að afsaka sig á nokkurn hátt. Sérfæðingurinn hafi tjáð henni að þessi hegðun hennar sé viðbrögð við nýliðnum atburðum sem orsakað hafi mikla streitu hjá henni vegna tenginga þeirra við fyrri áföll sem hún hafi orðið fyrir.

Annar af leiðtogum flokks Græningja, James Shaw, segir að síðan Ghahraman var kjörin á þing hafi hún sætt stöðugum hótunum um kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi auk morðhótana. Þar af leiðandi hafi hún verið haldin mun meiri streitu en aðrir þingmenn. Lögreglan hafi rannsakað hótanir í hennar garð nánast allan tímann sem hún sat á þingi. Það sé augljóst að einstaklingur sem þurfi að lifa við slíkt verði haldinn mikilli streitu og það geti haft afleiðingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“