fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Risastórir og bjartir blettir birtast á Neptúnusi og vísindamenn vita ekki af hverju

Pressan
Laugardaginn 30. september 2023 18:00

Tölvugerð mynd af Neptúnusi og nokkrum tunglum plánetunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa tekið eftir stórum, dularfullum dökkum blettum á yfirborði Neptúnusar. Nærri þessum blettum eru stórir bjartir blettir. Vísindamenn vita ekki hvað veldur því að þessir dökku blettir myndast á þessari fjarlægu plánetu.

En þeir vonast til að með aðstoð the Very Large Telescope (VLT) geti þeir varpað ljósi á uppruna þessara bletta.

Live Science segir að dökkir blettir á Neptúnusi hafi fyrst uppgötvast árið 1989 þegar Voyager 2 geimfarið flaug fram hjá plánetunni á leið sinni út úr sólkerfinu og hafi séð einn slíkan.

Áður höfðu vísindamenn lengi vitað að dökkir blettir myndast á yfirborði pláneta en allt frá því á nítjándu öld höfðu þeir fylgst með „Stóra rauða blettinum“ á yfirboði Júpíters. Þessi blettur er óveður sem hefur herjað á plánetunni í að minnsta kosti 200 ár.

En dökki bletturinn á Neptúnusi var dularfullur því hann hvarf fljótlega eftir að Voyager 2 flaug fram hjá. Hubble geimsjónaukinn fann nokkra dökka bletti á bæði suður- og norðurhveli Neptúnusar 2018. Þettta vakti athygli Patrick Irwin, prófessors ið Oxford University, sem leiddi hóp sem rannsakaði Neptúnus sem einbeitti sér að einum af þessum blettum á norðurhvelinu.

Með þessu vonuðust vísindamennirnir til að geta afsannað fyrri kenningu um að blettirnir séu afleiðing þess að það rofi til í skýjunum yfir frosnu yfirborði plánetunnar.

Í samtali við Live Science sagði Irwin að dökku blettirnir séu mjög stórir, 10.000 til 15.000 km í þvermál, og mjög dularfullir. Þegar Voyager 2 hafi uppgötvað dökkan blett í framhjáflugi sínu hafi verið uppi vangaveltur um að hann gæti verið svipaður og rauði bletturinn á Júpíter. Nú sé hins vegar vitað að dökku blettirnir á Neptúnusi séu mjög frábrugðnir honum. Auk þess að hafa séð dökkan blett héðan frá jörðinni, hafi vísindamenn séð djúpan og bjartan blett við hlið þess dökka. Þetta hafi aldrei sést áður.

Irwin sagði að það sé athyglisvert að bjarti bletturinn sé svo nærri þeim dökka og bendi til að einhver tengsl séu á milli þeirra en ekki sé vitað hver sú tenging er. Vísindamenn vita heldur ekki hvað veldur því að dökku blettirnir myndast en ýmsar kenningar hafa verið settar fram en engin þeirra hefur verið sönnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði