Live Science segir að portúgalskir vísindamenn hafi fundið býflugurnar og steingert býflugnabú þeirra. Þetta sé fyrsta steingerða býflugnabúið, með flugum í, sem hefur fundist. Skýrðu þeir frá uppgötvun sinni í grein í vísindaritinu Papers in Palaentology.
Carlos Neto de Carvalho, steingervingafræðingur, sagði í samtali við Live Science að þessi steingervingar veiti frábæran möguleika til að skilja hegðun býflugna og þróun því nú standi vísindamenn frammi fyrir notendum býflugnabúsins.
Býflugurnar fundust í steinum sem urðu til fyrir tæplega 3.000 árum nærri Atlantshafsströnd Portúgals.
Býflugurnar eru af ætt Eucerini býflugna en þær eru oft með einstaklega langa þreifara. Fræ Brassicacea plöntunnar fundust á flugunum og segja okkur þar með að þær hafi étið þessa plöntu.