fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

3.000 ára býflugur hafa varðveist svo vel að það sést hvaða blóm þær átu

Pressan
Laugardaginn 30. september 2023 07:30

Ein af býflugunum. Mynd:Andrea Baucon., Faculty of Sciences, University of Lisbon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörg þúsund árum festist hópur fullorðinna býfluga í hýði í býflugnabúi og þar með urðu til „múmíugerðar“ leifar af þeim. Þær hafa varðveist svo vel að vísindamenn sjá hin minnstu smáatriði á líkama þeirra og þeir geta einnig séð hvað flugurnar átu áður en þær drápust.

Live Science segir að portúgalskir vísindamenn hafi fundið býflugurnar og steingert býflugnabú þeirra. Þetta sé fyrsta steingerða býflugnabúið, með flugum í, sem hefur fundist. Skýrðu þeir frá uppgötvun sinni í grein í vísindaritinu Papers in Palaentology.

Carlos Neto de Carvalho, steingervingafræðingur, sagði í samtali við Live Science að þessi steingervingar veiti frábæran möguleika til að skilja hegðun býflugna og þróun því nú standi vísindamenn frammi fyrir notendum býflugnabúsins.

Býflugurnar fundust í steinum sem urðu til fyrir tæplega 3.000 árum nærri Atlantshafsströnd Portúgals.

Býflugurnar eru af ætt Eucerini býflugna en þær eru oft með einstaklega langa þreifara. Fræ Brassicacea plöntunnar fundust á flugunum og segja okkur þar með að þær hafi étið þessa plöntu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði