fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Playboyerfðaprinsinn eyddi OnlyFanstekjum sínum í Pokémon-spil og myndasögublað – Eiginkonan allt annað en ánægð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 19:00

Hjónin Anna og Marston

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Marston Hefner var allt annað en sátt þegar hún komst að því að hann hefði eytt 100.000 dölum af tekjum sínum á OnlyFans í tvö Pokémon-spil og eina myndasögu.

„Þú ert að kveikja í peningunum sagði ég við hann,“ segir Anna Lambropoulos, 34 ára, í viðtali ásamt eiginmanninum við PageSix, en Hefner byrjaði upphaflega á OnlyFans til að geta staðið straum af söfnunarástríðu sinni.

„Þetta eru bara svo miklir peningar! Ég held að þetta sé ekki góð fjárfesting. Mér finnst það fáránlegt að eyða peningum á þennan hátt,“ segir Lambropoulos. Hún segist hafa verið mjög á móti hugmyndinni þegar eiginmaður hennar, sem er rithöfundur, spilari og safnari, bar kaupin undir hana þar sem hún er á því að peningarnir hefðu frekar átt að fara í kaup á nýju húsnæði, endurbætur á því gamla eða hluti fyrir heimilið.

Hefner var hins vegar búinn að undirbúa sig vel fyrir kaupin og endaði á að kaupa Disco Holo Shadowless Charizard Pokémon spil fyrir 40.000 dali, CGC 2 Disco Holo Shadowless Blastoise Pokémon kort fyrir 10.000 dali og CGC 5.0 Amazing Fantasy 15 Spider-Man myndasögublað fyrir 50.000 dali.

Hefner sagðist þó sjá svolítið eftir kaupunum á Spider-Man blaðinu, því ástríða hans lægi ekki þar. „Það er enn samdráttur í þjóðfélaginu þannig að blaðið hefur ekki skilað hagnaði,“ segir hann og útskýrir að markmið hans með öllum þremur hlutunum sé að selja þá með hagnaði þegar markaðurinn snýst honum í hag.

Hjónin eignuðust fyrsta barn sitt í júlí og ákvað Hefner þá að nota tekjur sínar af OnlyFans meðal annars til hlutabréfakaupa fyrir sig og soninn. Segist hann ekki geta beðið eftir að sonurinn verði nógu gamall til að þeir geti smíðað Lego saman og horft á Pokémon.

Hefner hefur þó ekki aðeins tekjur af OnlyFans því eins og nafnið gefur til kynna þá er hann skyldur Hugh Hefner stofnanda Playboy, nánar tiltekið þriðja barn hans af fjórum, og fékk Hefner ágætis arf þegar faðir hann féll frá árið 2017, auk þess sem hann vinnur sem umhverfisverkefnastjóri.

Feðgarnir Marston og Hugh

Hjónin segjast ekki lifa áberandi lífsstíl, en hafa gaman af því að ferðast til staða eins og Disney World og Japan, sem Lambropoulos segir þau auðveldlega hafa efni á án utanaðkomandi tekna.

Marston fullvissar eiginkonu sína um að hann sé sáttur núna þegar hann hefur loksins eignast Pokemón spilið sem hann lagaði alltaf í sem barn, og lofar hann því að setja meirihluta framtíðartekna sinna frekar í stærri bakgarð eða nýtt heimili.

Lambropoulos segist að lokum hafa sæst við þessi kaup eiginmannsins, sérstaklega eftir loforð hans um að fjárfesta framvegis af fullri alvöru í framtíð fjölskyldu sinnar, og þannig hafi þau komist í gegnum erfiðar aðstæður sem hefðu jafnvel rakið önnur hjónabönd til skilnaðar.

Hjónin Anna og Marston

Í júní síðastliðnum greindi Marston Page Six frá því að eiginkona hans væri ekki mjög sátt við reikning hans á OnlyFans, og að hún kysi frekar að hann sleppti því að deila sínu á þeim vettvangi.

„En það sem er mikilvægara fyrir hana er að ég elti drauma mína eða áhugamál mín, tek áhættu,“ segir Marston, sem segist styðja eiginkonuna fyllilega langi hana í framtíðinni að  opna sína eigin OnlyFans síðu. Hún segir það hins vegar ekki koma til greinar þar sem hún sé aðeins íhaldssamari og myndi ekki vilja afhjúpa líkama sinn á þann hátt, líkt og eiginmaðurinn á ekki í neinum vanda með. 

Álit eiginkonunnar á áskriftarsíðunni hefur þó breyst síðan eftir að hún lærði hvernig ferlið virkar og eftir að sjá hversu jákvæðir áskrifendur eiginmannsins eru í hans garð. Lambropoulos styður einnig eiginmanninn, sem er tvíkynhneigður, í að normalisera nekt og nota sinn vettvang til að leggja áherslu á samþykki allra.

„Marston er líka mjög hár og grannur, hann hefur sína einstöku líkamsbyggingu og honum finnst þægilegt að sýna hana. Ég held að þetta séu allt mjög frábær skilaboð sem Marston er að kynna með því að nota OnlyFans. Við höfum oft mismunandi sjónarhorn á hlutina, en við virðum alltaf sjónarhorn hvers annars,“ heldur hún áfram og segist traust samband þeirra byggja á virðingu og samvinnu.

Marston segir gagnrýni á starf hans á OnlyFans hafa orðið harðari eftir að hann varð faðir. 

„Fólk kemst í uppnám yfir því að ég sé kynlífsstarfsmaður og pabbi, sem er svipað og að klámstjörnur og fólk sem situr fyrir nakið geti ekki verið foreldrar? Þannig að foreldrar mega horfa á kynlífsstarfsmenn og fróa sér yfir þeim, en þú mátt ekki starfa sem slíkur og vera foreldri? Þetta heldur bara ekki vatni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði