fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Neitað að taka stuðningskrókódíllinn sinn með á hafnaboltaleik

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 20:00

Henney og Wally

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn bandaríski Joseph Henney ætlaði að eiga skemmtilegt kvöld á hafnaboltaleik þegar Philadelphia Phillies tók  á móti Pittsburgh Pirates. Kvöldið fór þó út um þúfur þegar Henney var neitað að taka stuðningsdýrið sitt með inn, krókódílinn Wally.

Þeir félagar eru búsettir Jonestown í Pennsylvaníu og enduðu þeir með að horfa á leikinn heima fyrir. Leikvöllurinn er með strangar  reglur þegar kemur að stuðningsdýrum.

„Viðurkenndir þjónustuhundar eða þjónustuhundar í þjálfun fyrir gesti með sérþarfir eru velkomnir. Öll önnur dýr eru bönnuð.“

Netverjar eru ekki sáttir fyrir hönd félaga og segja ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma þeim í áhorfendastúkuna saman.

„Við ætlum að koma þér á bak við heimamarkið Wally, ég sver það við guð.“

„Kynslóðir hafnaboltaaðdáenda munu lesa um krókódílabölvunina sem kom í veg fyrir að Phillies sigruðu á heimsmeistaramótinu í 71 ár.“

„Ekki viss um hvort ég geti verið aðdáandi Phillies lengur.

Henney ættleiddi Wally árið 2015 eftir að vinur hans í Flórída var að reyna að finna heimili fyrir fullt af krókódílum eftir að landþróun ógnaði heimkynnum þeirra. Henney var sjálfur í djúpum sorgardal á þeim tíma.

„Ég missti þrjá fjölskyldumeðlimi og fjóra langtíma vini á tveimur vikum. Ég lokaði mig af og sökk í djúpt þunglyndi,“ segir Henney við The Guardian. „Læknirinn minn vildi gefa mér þunglyndislyf og ég vildi það ekki. Eftir mánuð fór ég í annað mat hjá lækninum mínum. Og hann sagði: „Hvað ertu að gera, Jói? Það gengur nokkuð vel hjá þér“.

„Ég sagði: „Ég er að hanga með krókódílnum  mínum“.

Wally er orðinn samfélagsmiðlastjarna og allir virðast elska dýrið, sem í allri menningu er sagt skelfilegt og hættulegt mönnum. En Henney segir félaga sinn góðan.

„Við erum alltaf saman, hann  heldur stöðugt athygli minni og fær mig til að hlæja,“ segir Henney.

„Við komumst að því að hann skynjar tilfinningar fólks og hann reynir að hugga það. Hann er frægur fyrir faðmlög sín. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum til að fá faðmlag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði