fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Kindur átu 100 kg af kannabis

Pressan
Föstudaginn 29. september 2023 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabylgjur, gróðureldar og flóð herjuðu á Grikkland í sumar. Stór ræktarlönd eyðilögðust og eftir stóð búfénaður sem þurfti að reyna að finna sér eitthvað að éta.

Kindahjörð ein, sem átti í erfiðleikum með að finna sér ferskt gras í kjölfar flóðanna, fór að hegða sér undarlega eftir að hafa étið stóran hluta af kannabisuppskeru sem hjörðin fann þegar hún komst inn í gróðurhús þar sem kannabis er framleitt til notkunar í lyfjum.

Eigandi kannabissins sagði að uppskeran hafi orðið fyrir miklu tjóni í hitabylgju í sumar og vegna óveðursins Daniel. Kindurnar hafi síðan étið það „sem eftir var“. Sky News skýrir frá þessu.

Hjörðin var á beit á sléttum Thessaly í miðhluta Grikklands. Það flæddi yfir slétturnar í flóðunum og þá tóku kindurnar það til ráðs að stefna á gróðurhús nærri bænum Almyros. Þar komust þær í 100 kg af kannabis og átu það.

Fjárhirðir tók síðan eftir undarlegri hegðun dýranna eftir að þau átu kannabisið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði