fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

Slæm tíðindi fyrir Evrópu – Rauðir eldmaurar fundust á Ítalíu

Pressan
Sunnudaginn 24. september 2023 14:00

Rauðir eldmaurar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauðir eldmaurar hafa náð að hreiðra um sig á Ítalíu og það eru slæm tíðindi fyrir Evrópu. Þetta er ágeng tegund sem gæti dreift sér hratt um álfuna og jafnvel til Bretlandseyja. Það er hnattræn hlýnun sem gerir henni kleift að ná fótfestu í Evrópu.

Rauðir eldmaurar, Solenopsis invicta, geta eyðilagt uppskeru, stungur þeirra eru öflugar og þeir fara oft inn í raftæki, þar á meðal bíla og tölvur.

Þessi tegund er talin ein mest eyðileggjandi ágenga tegundin. Hún getur mjög hratt myndað „ofurbú“ með mörgum drottningum. Maurarnir lifa á hryggleysingjum, stórum hryggdýrum og plöntum. Þeir eyðileggja plöntur og hafa betur gegn öðrum maurategundum í baráttunni um mat.

Rauðir eldmaurar eru í fimmta sæti yfir þær ágengu tegundir sem valda mestum skaða. Þeir berast með vörum á milli heimsálfa. Þeir eru upprunnir í Suður-Ameríku og bárust þaðan til Mexíkó, Karíbahafsins, Ástralíu og Bandaríkjanna þar sem tjón af þeirra völdum er metið á um 6 milljarða dollara á ári.

Vísindamenn fundu 88 bú rauðra eldmaura á 5 hektara svæði nærri Syracuse á Sikiley. Samkvæmt niðurstöðum erfðafræðirannsóknar, sem hefur verið birt í Current Biology, þá eru þessir maurar líklega frá Kína eða Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans