fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Gögn um dularfulla blossastjörnu fundust í handriti frá 1217 – Gæti birst aftur á næsta ári

Pressan
Sunnudaginn 24. september 2023 17:00

Ljós í geimnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttatíu ára fresti lýsist stjarnan T CrB upp. Handrit frá 1217 gæti staðfest þessa reglulegu hegðun stjörnunnar.

Það var 1217 sem þýskur munkur horfði upp í stjörnubjartan himininn í suðvestur og sá stjörnu, sem venjulega var dauf, skína af miklum krafti. Hún hélt þessu áfram í nokkra daga.

Munkurinn, Burchard að nafni var ábóti í Ursberg klaustrinu, skrifaði um þessa upplifun í árbók klaustursins. „Frábært merki sást,“ skrifaði hann og bætti við að þessi dularfulli hlutur, í stjörnumerkinu Norðurkórónunni, hafi „skinið skært“ í „marga daga“.

Þetta miðaldahandrit er hugsanlega fyrsta skjalið þar sem skrifað er um sjaldgæfan atburð í geimnum, sem kallast endurskæra, sem er dauð stjarna sem sogar til sín efni frá stærri stjörnu og úr verða endurteknir ljósblossar með reglulegu millibili.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá er hugsanlegt að þessi stjarna sé T CrB en birtustig hennar eykst mjög mikið á 80 ára fresti. Þetta hefur þó aðeins verið staðfest tvisvar, 1886 og 1946. Væntanlega mun birtustig hennar aukast mjög á næsta ári.

Rannsóknin hefur verið birt á arXIv.org. Í henni færir Bradley E. Schaefer,  við Louisiana ríkisháskólann, að skrif Burchard og önnur skrif frá 1787 séu fyrstu þekktu vísbendingarnar um T CrB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing