fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Pressan
Laugardaginn 23. september 2023 20:00

Mögnuð mynd af svartholi. Mynd:: NASA’s Goddard Space Flight Center/Jeremy Schnittman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega er svarthol miklu nær jörðinni en við höfum haldið til þessa. Þessu skýrðu stjörnufræðingar frá nýlega þegar þeir birtu nýja rannsókn um þetta. Samkvæmt henni þá er hugsanlegt að svarthol leynist í Vætustjörnunum, sem eru þyrping stjarna í Nautsmerkinu.

Vætustjörnurnar eru um 150 ljósár frá jörðinni sem er örstutt þegar horft er til vegalengda í geimnum.

Live Science segir að í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society, hafi stjörnufræðingar kafað ofan í sögu Vætustjarnanna sem eru sú stjörnuþyrping sem er næst jörðinni. Þar eru mörg hundruð stjörnur á svipuðum aldri, svipaðar að efnafræðilegri samsetningu og hreyfast svipað.

Með því að nota gögn frá Gaia gervihnetti Evrópsku geimferðastofnunarinnar gerðu stjörnufræðingarnir hermilíkan af þróun stjörnuþyrpingarinnar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að besta skýringin á núverandi staðsetningu stjarnanna sé að tvö eða þrjú lítil svarthol leynist í miðri þyrpingunni. Þau hafi áhrif á hreyfingar stjarnanna vegna hins gríðarlega þyngdarafls sem þau búa yfir.

Ef þetta er rétt, þá eru þessi svarthol þau svarthol sem eru næst jörðinni en Vætustjörnuþyrpingin er í aðeins 150 ljósára fjarlægð eða 10 sinnum nær en Gaia BH1 svartholið sem er í um 1.500 ljósára fjarlægð og hefur verið talið það svarthol sem er næst jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði