fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Læknar óttast að þrefaldur faraldur skelli á fyrir áramót

Pressan
Fimmtudaginn 21. september 2023 09:00

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir læknar hafa áhyggjur af að þrefaldur faraldur skelli á Bandaríkjunum fyrir áramót. Þetta verði faraldur kórónuveirunnar, inflúensu og RS-veirunnar.

Ástæðan er að nú þegar haustar fer fólk að vera meira innanhúss og þá er það í meira návígi við hvert annað og þar með eiga veirur auðveldar með berast á milli fólks.

CBS skýrir frá þessu og hefur eftir Nirav Shah, varaforstjóra bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar CDC, að nauðsynlegt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða fljótlega. Fram að þessu hafi þessir þrír öndunarfærasjúkdómar stýrt lífi okkar en nú sé lag til að breyta því.

CDC mælti með því í síðustu viku að allir sex mánaða og eldri verði bólusettir með nýrri og bættri útgáfu af bóluefni gegn COVID-19. Einnig er mælt með því að allir eldri en sex mánaða verði bólusettir gegn inflúensunni.

Nú þegar eru innlagnir, af völdum COVID-19, farnar að aukast í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr