Sky News skýrir frá þessu og segir að Hardy hafi verið fundinn sekur um 20 ákæruatriði, þar á meðal sex nauðganir. Réttað var yfir honum í Liverpool.
Trevor-Jones sagði að Hardy hafi aldrei sýnt minnstu merki iðrunar yfir því sem hann gerði og hafi undirbúið ofbeldisverk sín vel.
„Þú átt langan feril að baki sem lögreglumaður. Sá ferill er nú að sjálfsögðu á enda. Þú hefur alltaf vitað vel hversu mikil og langvarandi áhrif kynferðisofbeldi hefur á fórnarlömb en samt sem áður hugsaðir þú ekki út í það og það leiðir til refsihækkunar,“ sagði hann.
Vanessa Thompson, saksóknari, sagði að fórnarlambið, sem var viðstatt réttarhöldin, hafi kært ofbeldið til lögreglunnar 2020. Hún sagði að Hardy væri „stjórnsamur og ráðríkur“ maður.
Í yfirlýsingu frá fórnarlambinu, sem var lesin upp í réttarsal, sagði hún að hún sé ekki viss um að hún geti nokkru sinni treyst lögreglumönnum: „Ég bý við mikinn ótta gagnvart yfirvöldum, þrátt fyrir að hafa sigrast á ákveðnum ótta til að kæra þessi afbrot. Staðan hans í lögreglunni í Manchester hefur haft mikil áhrif á mig.“