fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Brá sér inn að kaupa samloku – Kom heim sem milljónamæringur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. september 2023 21:00

Hjónin Nicole og Travis Hall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Travis Hall kom nýlega við í matvöruversluninni Publix sársvangur að kaupa sér eina samloku. Rak hann augun í skafmiða og tók skyndiákvörðun um að kaupa einn miða um leið og hann borgaði samlokuna. Sú ákvörðun skilaði sér aldeilis því skafmiðinn skilaði Hall 5 milljóna dala vinningi (tæpar 680 milljónir króna).

Skafmiðinn heitir Monopoly Doubler og kostar eitt stykki 20 dollara (um 2700 krónur). Vinningar eru í heildina 493 milljónir dala og efstu átta vinningarnir eru 5 milljónir dala hver. Heildarvinningslíkur eru  1 á móti 3,02 eins og segir í tilkynningu frá Florída lottóinu.

„Hendurnar á mér nötruðu af vantrú,“ sagði hinn 44 ára gamli Hall þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann áttaði sig þó ekki á því strax því majónesan í samlokum framleiddum á kaupdeginum var löngu orðin gul þegar Hall mundi eftir miðanum og skóf hann eða réttara sagt lét eiginkonuna um verkið. „Eftir að hafa beðið nokkra daga eftir því að skafa miðann, rétti ég konunni minni hann,“ sagði Hall við yfirmenn lottósins þegar hann gekk inn með vinningsmiðann.

Hann kaus að fá vinninginn greiddan í eingreiðslu og fékk því greiðlu upp á 3.994.698 dali, en hann var ekki sá eini sem græddi þennan dag, því söluaðili miðans fær 10 þúsund dala þóknum fyrir (tæpar 1.360.000 krónur).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði