fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

250 kg pokadýr var ólíkt öllu sem lifir í dag

Pressan
Sunnudaginn 17. september 2023 15:00

Svona leit það hugsanlega út. Mynd: van Zoelen et al. 2023/Flinders University

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið leifar af fornu, 250 kg, pokadýri sem ráfaði eitt sinn um víðáttur Ástralíu. Um steingerving er að ræða og gæti hann komið að góðu gagni við að varpa ljósi á þann leyndardóm sem umvefur enn stærra pokadýr.

Nýfundna tegundin, Ambulator keanei, var með líkamsbyggingu svipaða og birnir. Dýrin vógu líklega um 250 kg og voru um 1 metri á hæð. Þessi tegund tilheyrði Didrotodonitadae en í henni voru eitt sinn risastór pokadýr sem eru fjarskyld vömbum. Stærsta dýrið í þessari fjölskyldu var Didrotodon opatatum. Það varð allt að 3 tonn að þyngd.

Fyrrgreindur steingervingur er um 3.5 milljóna ára gamall.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Royal Society Open Science, notuðu vísindamenn þrívíddarlíkön af beinunum til að búa til líkan af hvernig A. Keanei leit út. Líkanið bendir til að dýrið hafi hugsanlega gengið öðruvísi en dýr af svipaðri stærð sem eru á lífi í dag.

Flestar grasætur, til dæmis fílar, ganga á táberginu og hællinn snertir ekki jörðina. Hins vegar gengu dýr af Diprotodontids á svipaðan hátt og menn, það er að hæll þeirra snerti jörðina.

Þetta gæti hjálpað til við að varpa ljósi á gamlan leyndardóm. Vísindamenn hafa fundið steingervinga af fótsporum D. optatum, sem er stærsta pokadýrið sem uppi hefur verið. En steingervingarnir eru ekki með nein för eftir tær. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar benda því til að það geti verið vegna þess að tærnar snertu ekki jörðina þegar dýrin gengu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði