fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Þetta gerist þegar þú sturtar niður úr flugvélaklósetti

Pressan
Laugardaginn 16. september 2023 16:00

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú hugleitt hvað gerist þegar þú sturtar niður úr flugvélaklósetti? Sumir halda kannski að það sem fer þar niður fari beint út úr vélinni og hrapi til jarðar. En sem betur fer er það nú ekki svo.

Það sem lendir í flugvélaklósettum endar í sérstöku, innsigluðu rými aftast í flugvélum.

Eftir því sem Garrett Ray, flugmaður og áhrifavaldur á TikTok, segir þá er stundum sturtað allt að 1.000 sinnum niður úr klósettum í Boeing 747 í langflugi.

Hann segir einnig að á slíku langflugi safnist allt að 1.200 lítrar af „úrgangi“ í „úrgangsrýmið“.

Þegar vélarnar lenda er úrganginum dælt úr þeim með sérstökum búnaði og sjá flugvallarstarfsmenn um þetta.

Örsjaldan gerist það að mannlegur „úrgangur“ veldur því að lenda verður í skyndingu. Það gerðist þegar fyrirbæri, sem nefnist „blár ís“, á sér stað. Þá lekur frosinn úrgangur úr vélinni og hrapar þá auðvitað til jarðar þar sem hætta er á að hann lendi á fólki.

Þetta gerist mjög sjaldan en það er væntanlega lítil huggun fyrir breskan mann sem fékk væna gusu af bláu skólpi yfir sig þegar hann var úti í garðinum sínum í Windsor á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja