fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Brátt þurfa ferðamenn að greiða fyrir að heimsækja Feneyjar

Pressan
Miðvikudaginn 13. september 2023 08:00

Feneyjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strax á næsta ári þurfa ferðamenn að draga upp veskið ef þeir vilja heimsækja Feneyjar. Borgin er gjörsamlega yfirfull af ferðamönnum á mesta ferðamannatímanum en nú verður kannski breyting þar á. Að minnsta kosti fá ferðamenn ærna ástæðu til að hugleiða hvort þeir vilji greiða fyrir að heimsækja borgina fögru.

CNN segir að borgarstjórnin ræði nú hvort innheimta eigi 5 evrur af hverjum þeim ferðamanni sem vill heimsækja borgina á mestu álagstímanum. Þetta gildir fyrir þá sem gista ekki í borginni.

Umræðurnar hófust eftir að UNESCO setti Feneyjar á lista yfir heimsminjar sem eru í hættu.

Luigi Brugnaro, borgarstjóri, sagði að rétt sé að hafa í huga að þótt borgarstjórn samþykki þessar breytingar þá séu þær ekki endilega komnar til að vera. Hér sé um tilraun að ræða og nái hún yfir 30 daga sem verður dreift yfir árið. Þetta eru þeir dagar sem ferðamannfjöldinn er í hámarki, til dæmis sumarfrístíminn.

Hann sagði að með þessu sé vonast til að hægt verði að draga úr komum þeirra sem heimsækja borgina aðeins í einn dag. „Það er nauðsynlegt að hafa stjórn á ferðamannastraumnum en það þýðir ekki að við lokum borginni,“ sagði Brugnaro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri