fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Njósnarapartý endaði hörmulega – Margar spurningar hafa vaknað

Pressan
Miðvikudaginn 7. júní 2023 04:14

Útsendarar Rússa reyna að fá glæpamenn til skítverka á Norðurlöndunum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir létust þegar húsbátur sökk á Maggiorevatninu á Ítalíu sunnudaginn 28. maí.  Eftir slysið kom í ljós að um borð voru ítalskir og ísraelskir leyniþjónustumenn. Í kjölfarið vöknuðu miklar vangaveltur um hvað hafi verið í gangi um borð.

Ítölsk yfirvöld segja að þarna hafi einfaldlega verið „hugguleg“ afmælisveisla í gangi en upplýsingarnar um þá sem voru um borð hafa vakið upp grunsemdir um að afmælisveislan hafi verið skálkaskjól fyrir eitthvað allt annað.

Ítalskir fjölmiðlar segja að allir farþegarnir hafi verið starfandi leyniþjónustumenn eða fyrrum leyniþjónustumenn. Tæplega helmingur þeirra var frá ítölsku leyniþjónustunni ASIE en hinn helmingurinn frá ísraelsku Mossad leyniþjónustunni.

Slysið varð þegar báturinn átti um 100 metra ófarna að landi. Þá snarversnaði óveður, sem geisaði á vatninu, skyndilega og gríðarleg úrkoma, regn og hagl, buldi á húsbátnum. Margir neyddust til að kasta sér fyrir borð og synda í land til að bjarga lífi sínu. Öðrum var bjargað úr vatninu en húsbáturinn sökk.

Fjórir létust. Tveir ítalskir leyniþjónustumenn, einn fyrrverandi liðsmaður Mossad og rússnesk eiginkona skipstjórans.

Yfirvöld hafa vísað því á bug að um skemmdarverk hafi verið að ræða en því hefur verið velt upp hvort skipstjórinn hafi hunsað stormviðvörun sem var send út.

Auk skipstjórans og eiginkonu hans voru 21 leyniþjónustumaður um borð í bátnum sem var 16 metra langur og mátti að hámarki taka 15 farþega.

Ekki dregur það úr dulúðinni í kringum málið að ísraelsku leyniþjónustumennirnir voru fluttir úr landi í skyndi með einkaflugvél skömmu eftir slysið. ANSA fréttastofan segir að vélin sem var notuð sé notuð til „viðkvæmra“ flutninga.

Corriere Della Sera segir að ítalska leyniþjónustan hafi einnig gengið hratt til verks til að koma í veg fyrir upplýsingaleka. Starfsmenn hennar voru fluttir af sjúkrahúsum, sem þeir höfðu verið lagðir inn á, til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar kæmust yfir upplýsingar um þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum