fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu

Pressan
Fimmtudaginn 1. júní 2023 06:45

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2021 hefur mál Roxana Ruiz verið mikið til umræðu í Mexíkó og valdið miklum óróa. Ruiz, sem er 23 ára, var þá dæmd í sex ára fangelsi fyrir að myrða mann sem hafði nauðgað henni. En nú hafa orðið nýjar vendingar í málinu.

CBS News segir að Ruiz hafi veitt kunningja sínum húsaskjól yfir nótt því hann var staddur langt að heiman. Þau sváfu í sitt hvoru rúminu en skyndilega réðst maðurinn á hana og nauðgaði. Hann hótaði síðan að drepa hana og þá greip Ruiz til varna og sló hann í höfuðið. Það varð honum að bana.

Þegar réttað var í málinu í upphafi gengu ásakanir á víxl á milli saksóknara og verjanda Ruiz. Saksóknarar sögðust efast um að Ruiz hefði verið nauðgað og héldu því fram að hún hefði reiðst þegar maðurinn vildi ekki stunda kynlíf með henni.

Verjandi hennar, Ángel Carrera, vísaði þessu á bug og sagði þessar ásakanir hreinan uppspuna. En Ruiz var dæmd í sex ára fangelsi fyrir morð.

Dómurinn vakti mikla reiði í Mexíkó og fjölmenntu konur á götur út til að mótmæla dómnum.

„Þetta er ekki réttlæti. Hafið í huga að ég er sú sem þessi maður réðst á og svo dó hann af því að ég varðist. Af því að ég vildi ekki deyja í höndum hans,“ sagði Ruiz eftir dómsuppkvaðninguna og bætti við að hún hafi einnig óttast um öryggi fjögurra ára dóttur sinnar.

En nú hafa nýjar og óvæntar vendingar orðið í málinu því Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur tilkynnt að hann ætli að náða Ruiz. Í kjölfarið tilkynnti saksóknari að hann hefði fallið frá ákærum á hendur Ruiz og verður hún því frjáls ferða sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Starf Edu strax í hættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stal hverjum einasta eyri frá afa og mömmu svo þau urðu að leita til hjálparstofnana

Stal hverjum einasta eyri frá afa og mömmu svo þau urðu að leita til hjálparstofnana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín niðurlægður eftir að Úkraína sveik úr honum fé með því að sviðsetja andlát herforingja

Pútín niðurlægður eftir að Úkraína sveik úr honum fé með því að sviðsetja andlát herforingja
Pressan
Fyrir 1 viku

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins