fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt BBC nú fyrir stundu kemur fram að Harry prins, yngri sonur Karls konungs Bretlands, hafi tapað dómsmáli sem hann höfðaði eftir að löggæsluyfirvöld neituðu að veita honum og fjölskyldu hans lögregluvernd þegar þau væru stödd á Bretlandi. Hann fór fram á  að greiða kostnaðinn fyrir verndina úr eigin vasa en því var hafnað og þá höfðaði hann málið.

Upphaflega hætti lögreglan að gæta öryggis Harry vegna þess að hann og eiginkona hans, Meghan, hættu reglulegum daglegum störfum sem hluti af konungsfjölskyldunni.

Lögfræðingar í innanríkisráðuneyti Bretlands höfnuðu því að veita það fordæmi að auðugt fólk gæti keypt sér lögregluvernd. Lögmenn prinsins vildu meina að það væri ákvæði í lögum sem heimiluðu greiðslur fyrir sérstaka þjónustu lögreglunnar og að slíkt gengi ekki í berhögg við almannahagsmuni eða traust almennings á lögreglunni.

Það hefur tíðkast í fjölda ára á Bretlandi að lögreglan veiti þjónustu gegn greiðslu. Þar má nefna löggæslu á stórum viðburðum eins og t.d. fótboltaleikjum og tónleikum. Lögfræðingar ráðuneytisins vildu þó meina að það væri ekki sambærilegt við að veita tilteknum einstaklingum vernd gegn greiðslu. Lögreglan vildi enn fremur meina að það byði hættunni heim fyrir lögreglumenn ef slíkt yrði heimilað.

Innanríkisráðuneytið segir það einfaldlega opinbera stefnu að auðugir einstaklingar eigi ekki að geta keypt sér lögregluvernd.

Í júlí verður það þó tekið fyrir á æðra dómstigi hvort að löglega hafi verið staðið að hinni upphaflegu ákvörðun um að svipta Harry lögregluverndinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa