fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Sendi sms í rangt númer – Það varð upphafið að svolitlu stórkostlegu

Pressan
Laugardaginn 1. apríl 2023 22:00

Brenda Sterans. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafði afdrifaríkar afleiðingar að Brenda Sterans sendi eitt sinn sms í rangt númer. Hún var þá í heimsókn hjá systur sinni í Ohio. Á þeim tíma þekkti hún ekki marga og var vön að senda jákvæð skilaboð til allra í símaskránni sinni í viku hverri. Þetta voru um 10 manns.

Þetta sagði hún í samtali við Newsweek sem ræddi nýlega við þessa sex barna móður sem flutti til Bandaríkjanna frá Mexíkó þegar hún var tólf ára.

Þetta var 2009. Þegar hún sendi jákvæð skilaboð dag einn sló hún rangt númer inn í símann sinn og skilaboðin fóru til ókunnugs manns sem heitir Isaiah Stearns.

Í kjölfar skilaboðanna byrjuðu þau að skrifast á og síðan gerðust þau vinir á Facebook.

Nokkrum vikum síðar fóru þau á stefnumót í fyrsta sinn og síðan leiddi eitt af öðru og nú eru þau hjón og eiga sex börn.

Brenda sagði að þegar hún líti í baksýnisspegilinn sé hún ánægð með mistökin sem hún gerði þegar hún sendi skilaboðin. „Við höfum átt okkar hæðir og lægðir en við höfum alltaf verið saman. Ég er mjög stolt af litlu fjölskyldunni okkar,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð