fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Milljónir rotta í New York geta verið með COVID

Pressan
Laugardaginn 1. apríl 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að milljónir rotta í New York borg séu móttækilegar fyrir COVID-19. Eins og við mannfólkið eru þessi hvimleiðu nagdýr viðkvæm fyrir mörgum afbrigðum veirunnar, allt frá upprunalega afbrigðinu til Ómikron. Fá þær mikla sýkingu í efri og neðri hluta öndunarfæranna.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sagði í skýrslu árið 2021 að veiran hafi „líklega“ borist í fólk úr leðurblökum í gegnum óþekkt dýr. Eftir að heimsfaraldurinn braust út hafa komið upp dæmi þar sem veiran hefur borist úr fólki í dýr, þar á meðal gæludýr.

Sky News segir að vísindamenn við University of Missouri hafi rannsakað hvort rottur í New York séu smitaðar af veirunni en gríðarlegur fjöldi rotta er í borginni en talið er að þær séu um átta milljónir.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í mBio vísindariti the American Society for Microbiology.

Dr Henry Wan, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að eftir því sem vísindamennirnir best viti þá sé þetta ein fyrsta rannsóknin þar sem rannsakað sé hvort kórónuveiran geti valdið smiti í villtum rottum á stórum þéttbýlissvæði í Bandaríkjunum.

79 rottur voru fangaðar frá því í september 2021 þar til í nóvember sama ár, flestar í holræsakerfum í Brooklyn. 13 þeirra, 16,5%, reyndust vera með COVID-19. Þegar þessar tölur eru færðar yfir á heildarfjölda rotta í borginni þá þýðir þetta að rúmlega 1,3 milljónir rotta eru smitaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?