fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Norður-kóreumenn segjast hafa prófað dróna sem getur valdið flóðbylgjum

Pressan
Fimmtudaginn 30. mars 2023 08:00

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-kóreumenn segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem geti hrundið af stað „ofurstórri“ flóðbylgju. Um er að ræða „geislavirka flóðbylgju“ sem getur eyðilagt skip og hafnir.

Norður-kóreskir fjölmiðlar, sem lúta allir stjórn einræðisstjórnarinnar, skýrðu frá þessu á föstudaginn og segja að tilraunirnar hafi farið fram í síðustu viku. Segja miðlarnir að her landsins hafi prófað þessa dróna sem geti valdið „risastórum“ flóðbylgjum og að hægt sé að beita þeim hvar sem er í heiminum.

Þetta „leynivopn“ var sett í sjóinn í Hamgyon-héraðinu á þriðjudaginn og sprengioddur þess sprakk á fimmtudaginn. Það hafði þá verið í sjónum í tæpar 60 klukkustundir á 80 til 150 metra dýpi að sögn norður-kóresku fjölmiðlanna.

Að sjálfsögðu var það Kim Jong-un, einræðisherra, sem „stýrði“ æfingunni og sagði að hún væri aðvörun til Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem ættu að átta sig á ótakmarkaðri getu Norður-Kóreu á kjarnorkuvopnasviðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 1 viku

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn