fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Biden heitir því að aflétta leynd af upplýsingum um uppruna COVID-19

Pressan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 08:00

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur heitið því að stjórn hans muni aflétta leynd af eins miklum upplýsingum varðandi uppruna COVID-19 og hægt er. Þar á meðal af upplýsingum um tengslin við kínverska rannsóknarstofu.

Sky News skýrir frá þessu og bendir á að Cristopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi nýlega sagt að FBI telji að veiran hafi „langlíklegast“ sloppið út frá kínverskri rannsóknarstofu síðla árs 2019.

Biden fyrirskipaði bandarískum leyniþjónustustofnunum og löggæslustofnunum að rannsaka uppruna veirunnar árið 2021. Nú hefur Biden staðfest lög sem kveða á um að niðurstöður þessara rannsókna verði gerðar opinberar.

Biden sagði að komast verði til botns í uppruna COVID-19 til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir faraldra af þessu tagi í framtíðinni.

Umrædd lög runnu auðveldlega í gegnum báðar deildir þingsins. Samkvæmt þeim má aðeins leyna upplýsingum sem geta „skaðað þjóðaröryggi“. Önnur skjöl verður að gera opinber innan 90 daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum