fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Ný köngulóartegund uppgötvaðist í Ástralíu – „Þetta er stór og falleg tegund“

Pressan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 07:00

Þetta eru hin snotrustu dýr. Mynd:Queensland Museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný og sjaldgæf köngulóartegund uppgötvaðist nýlega í Ástralíu. Tegundin hefur hlotið nafnið „Euoplos dignitas“ sem þýðir virðuleiki og mikilfengleiki á latínu.

Nafnið er að sjálfsögðu sótt til stærðar dýranna en þetta eru engar míniköngulær. Vísindamenn segja að lengd búks kvendýranna, sem eru venjulega stærri en karldýrin, geti orðið allt að fimm cm.

„Þetta er stór og falleg tegund,“ sagði Dr Michael Rix, einn höfunda rannsóknarinnar, þar sem skýrt er frá uppgötvuninni, að sögn Sky News.

En fyrir köngulóarhrædda Íslendinga er rétt að taka fram að litlar líkur eru á að rekast á könguló af þessari tegund ef farið er til Ástralíu. Ástæðan er að þær lifa í opnu skóglendi í Brigalow Belt í miðhluta Queensland.

Þetta svæði hefur verið undir miklum ágangi manna síðustu 150 árin og er nú meðal þeirra vistkerfa í Queensland sem eru í mestri hættu.

En köngulóin fallega getur lifað í allt að 20 ár í náttúrunni. Hún glímir hins vegar við þann vanda að mjög hefur gengið á búsetusvæði hennar vegna þess að skógar hafa verið ruddir. Tegundin er því líklega í útrýmingarhættu.

Kvendýrin eyða lífinu neðanjarðar en karldýrin yfirgefa heimili sitt þegar þau eru 5 til 7 ára og halda þá í leit að maka.

Köngulærnar eru virkastar á nóttunni. Þá sitja þær í við innganginn að hreiðri sínu og bíða eftir að skordýri leggi leið sína fram hjá þeim.  Þær nota eitur til að deyfa fórnarlömbin. Þær eru ekki hættulegar fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“