fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Mörg þúsund manns gætu hafa tapað háum fjárhæðum á notkun rafmyntaapps

Pressan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 21:00

Rafmynt er vinsæl hjá sumum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er hugsanlegt að mörg þúsund manns hafi tapað háum fjárhæðum eftir að hafa fjárfest í rafmynt með rafmyntaappinu iEarn Bot. Sérfræðingar telja hugsanlegt að þetta sé eitt stærsta svikamálið, tengt rafmynt, til þessa.

BBC skýrir frá þessu. Viðskipti með rafmynt hafa verið mjög vinsæl og er fólki oft lofað hárri ávöxtun á skömmum tíma.

Löggæslustofnanir hafa varað við sívaxandi fjölda svikamála í tengslum við kaup og sölu rafmynta og ráðleggja fólki að fara varlega.

Sérfræðingar segja að um 800.000 manns hafi notað appið og hafi þeir verið um allan heim. iEarn Bot sagðist vera staðsett í Bandaríkjunum en við skoðun BBC á heimasíðu þess sást margt athugavert. Til dæmis að maðurinn sem er sagður stofnandi þess á heimasíðunni, hafði aldrei heyrt um fyrirtækið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu