fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli

Pressan
Þriðjudaginn 21. mars 2023 21:00

Danskir lögreglumenn við skyldustörf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hann kraup á jörðinni, var 16 ára piltur höggvinn af miklum krafti í hnakkann með sveðju. Hann fékk djúpan áverka í höfuðkúpuna, hnakkabeinið brotnaði og hann var í lífshættu. Hann getur þakkað snörum viðbrögðum lækna fyrir að hann er á lífi í dag.

Þetta kemur fram í ákæru á hendur tveimur 16 ára piltum og einum 18 ára, sem réttað verður yfir á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í vikunni.

Annar 16 ára pilturinn er ákærður fyrir að hafa höggvið með sveðjunni og er hann ákærður fyrir morðtilraun. Hinir tveir eru ákærðir fyrir sérstaklega gróft ofbeldi.

Piltarnir neita sök.

Saksóknari krefst þess að 16 ára piltunum verði vísað frá Danmörku fyrir fullt og allt. Þeir voru 15 ára þegar þetta átti sér stað í desember 2021 á leikvelli  við skóla í Valby.

Saksóknari krefst meira en fjögurra ára fangelsis yfir þeim sem hjó með sveðjunni.

Ekki er vitað hver kveikjan var að ofbeldisverkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 6 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð