fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

„El Chapito“ grunaður um 8 morð – Er aðeins 14 ára

Pressan
Mánudaginn 20. mars 2023 22:00

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14 ára piltur, sem hefur fengið viðurnefnið „El Chapito“ var nýlega handtekinn af mexíkósku lögreglunni. Hann er grunaður um að hafa myrt átta manns í afmælisveislu nærri Mexíkóborg.

People segir að afmælisveislan hafi verið í fullum gangi þann 22. janúar þegar hópur vopnaðra manna ók upp að veislunni á mótorhjólum sínum.

El Chapito, viðurnefnið virðist sótt til hins fræga fíkniefnabaróns Joaquin „El Chapo“ Guzman, og annar meðlimur glæpagengis, sem er nefndur „El Nono“, byrjuðu síðan að skjóta á veislugesti og flúðu síðan af vettvangi.

Þrír fullorðnir létust á vettvangi og fimm til viðbótar eftir komuna á sjúkrahús. Þessu til viðbótar særðust sjö manns, þar á meðal barn yngra en þriggja ára og annað yngra en 14 ára.

El Nono og El Chapito voru handteknir í síðustu viku, grunaðir um fjölda morða. Auk þeirra voru sjö til viðbótar, allt meðlimir glæpagengis, handteknir fyrir aðild að málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát