fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Vísindamenn vara við – Getur orðið tifandi tímasprengja

Pressan
Sunnudaginn 19. mars 2023 07:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógareldar á norðurhveli jarðar losa venjulega 10% af þeim koltvísýringi sem losnar út í andrúmsloftið í skógareldum á heimsvísu. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þá var hlutfallið 23% árið 2021.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar þar sem kemur fram að skógareldum á norðurhveli fari fjölgandi og það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir jörðina okkar. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að rannsóknin hafi sýnt fram á að skógar á norðurhveli séu tifandi tímasprengjur og ef þær springi þá geti þær haft áhrif á hnattræna hlýnun.

„Skógar á norðurhveli geta verið tifandi tímasprengja úr koltvísýringi og sú aukning sem við höfum séð að undanförnu, vegna skógarelda, fær mig til að óttast að klukkan tifi,“ sagði Steven Davis, einn höfunda rannsóknarinnar og starfsmaður University of California, í fréttatilkynningu.

Venjulega losa skógareldar í löndum á borð við Kanada, Rússlandi og Bandaríkjunum um 10% af heildarlosun koltvísýrings út í andrúmsloftið árlega en 2021 var hlutfallið 23%.  Helsta ástæðan voru miklir þurrkar og hitabylgjur í Síberíu og Kanada.

Skógarnir á norðurhveli eru þeir stærstu á jörðinni og innihalda mikið af koltvísýringi. Þegar þeir brenna losnar 10-20 sinnum meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en frá öðrum vistkerfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa