fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

Pressan
Sunnudaginn 19. mars 2023 21:00

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórar nýjar rannsóknir staðfesta að DART-verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA virkaði. Það gekk út á að geimfari var klesst á loftsteininn Dimorphos. Þetta dugði til að breyta stefnu hans. Þetta er því aðferð sem gæti komið að gagni við að bægja loftsteinum frá jörðinni. En það er einn galli á þessu öllu.

Gallinn á þessu er að við verðum að hafa margra mánaða fyrirvara á þessu til að geta brugðist við. Í tilkynningu frá Nicola Fox, hjá NASA, kemur fram að DART-verkefnið hafi gengið upp og að það sé bara upphafið á þessu sviði. Það bæti við grundvallarskilning okkar á loftsteinum og hvernig við getum varið jörðina fyrir hættulegum loftsteinum með því að breyta braut þeirra.

Geimfarinu var skotið á loft í nóvember 2021 eftir fimm ára undirbúningsvinnu. Markmiðið var að rannsaka hvort hægt væri að breyta braut loftsteins með því að klessa geimfari á hann.

Í september á síðasta ári klessti geimfarið síðan á Dimorphos, sem er 160 metra loftsteinn, í um 11 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Við þetta breyttist braut loftsteinsins.

Fjórar rannsóknir, sem hafa verið birtar í vísindaritinu NATURE, staðfesta að verkefnið gekk upp og að þessi aðferð geti komið að verkum við að forða jörðinni frá því að loftsteinn skelli á henni. Live Science skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá