fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

Pressan
Sunnudaginn 19. mars 2023 21:00

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórar nýjar rannsóknir staðfesta að DART-verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA virkaði. Það gekk út á að geimfari var klesst á loftsteininn Dimorphos. Þetta dugði til að breyta stefnu hans. Þetta er því aðferð sem gæti komið að gagni við að bægja loftsteinum frá jörðinni. En það er einn galli á þessu öllu.

Gallinn á þessu er að við verðum að hafa margra mánaða fyrirvara á þessu til að geta brugðist við. Í tilkynningu frá Nicola Fox, hjá NASA, kemur fram að DART-verkefnið hafi gengið upp og að það sé bara upphafið á þessu sviði. Það bæti við grundvallarskilning okkar á loftsteinum og hvernig við getum varið jörðina fyrir hættulegum loftsteinum með því að breyta braut þeirra.

Geimfarinu var skotið á loft í nóvember 2021 eftir fimm ára undirbúningsvinnu. Markmiðið var að rannsaka hvort hægt væri að breyta braut loftsteins með því að klessa geimfari á hann.

Í september á síðasta ári klessti geimfarið síðan á Dimorphos, sem er 160 metra loftsteinn, í um 11 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Við þetta breyttist braut loftsteinsins.

Fjórar rannsóknir, sem hafa verið birtar í vísindaritinu NATURE, staðfesta að verkefnið gekk upp og að þessi aðferð geti komið að verkum við að forða jörðinni frá því að loftsteinn skelli á henni. Live Science skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum