fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Pressan

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Pressan
Sunnudaginn 19. mars 2023 22:00

Christina og páfagaukurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páfagaukar geta margir hverjir talað. Þeir vita auðvitað ekki hvað þeir segja en þeir geta hermt eftir orðum og setningum. Það dugði lögreglunni í Michigan í Bandaríkjunum til að fá svar við hvað hafði gerst á morðvettvangi.

Þetta gerðist fyrir nokkrum árum. Samkvæmt frétt CBC þá fannst 46 ára karlmaður, Martin, látinn. Hann hafði verið skotinn fimm sinnum. Á vettvangi var eiginkona hans, Glenna, og var hún með skotsár á höfði.

Martin átti páfagauk, Bud, og var honum komið fyrir hjá fyrrum eiginkonu hans, Christina, eftir morðið.

Bud er mjög málglaður og tveimur vikum eftir að hann flutti inn til Christina byrjaði hann að segja undarlega hluti.

CBC segir að „samtöl“ hans hafi endað með orðunum „Don´t fucking shoot“. Þetta endurtók hann og hermdi um leið eftir rödd Martin.

Hrollur fór um Christina þegar hún heyrði páfagaukinn tala. Hún var fljót til og tók orð hans upp. Hún sagði að hann hafi einnig talað með sitt hvorri röddinni þegar hann hélt uppi samtali.

„Að heyra þetta tveggja mínútna „samtal“ og þekkja Marty og Glenna og vita hvernig þau töluðu við hvort annað var hræðilegt,“ sagði Christina.

Saksóknarar íhuguðu að nota orð páfagauksins í málinu en féllu frá því þar sem ólíklegt þótti að orð hans myndu fá mikið vægi í málinu.

Niðurstaða málsins var að Glenna hafði skotið Martin og síðan reynt að taka eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja