fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Fimm ungmenni hafa látist á skömmum tíma í Värmland

Pressan
Fimmtudaginn 16. mars 2023 08:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu mánuðum hafa fimm ungmenni fundist látin „við óljósar aðstæður“ í Värmland í Svíþjóð. Lögreglan telur að ungmennin hafi öll látist af völdum fíkniefnaneyslu.

Aftonbladet skýrir frá þessu og hefur eftir Sophia Jiglind, talskonu lögreglunnar, að lögreglan viti ekki með vissu hvað varð ungmennunum að bana. Talið sé að þau hafi neytt fíkniefna, hugsanlega í samblandi við áfengi.

Ekki er vitað hvort það er eitthvað eitt ákveðið fíkniefni sem olli dauðsföllunum en lögreglan vinnur að rannsókn málanna og bíður nú niðurstöðu krufninga. Nokkrar vikur geta liðið þar til niðurstaða liggur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina