fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Kim Jong-un sagður undirbúa sig undir „alvöru stríð“

Pressan
Mánudaginn 13. mars 2023 08:00

Kim Jong-un er mjög reiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-kóreumenn hafa verið iðnir við að skjóta flugskeytum og langdrægum eldflaugum á loft að undanförnu. Á fimmtudaginn skutu þeir enn einni langdrægri eldflaug á loft frá vesturströnd landsins.

Á föstudaginn birti ríkisfréttastofa landsins, KCNA, mynd sem sýndi að her landsins hefði skotið að minnsta kosti sex eldflaugum á loft samtímis. Reuters skýrir frá þessu.

KCNA segir að þessi eldflaugaskot sýni að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, sé að undirbúa sig undir hugsanlegt „alvöru stríð“.

Hann er sagður mjög upptekinn af að gera hinar ýmsu einingar hersins reiðubúnar til að berjast í stríði og af þeim sökum er hann sagður hafa fyrirskipað hernum að stunda æfingar þar sem líkt er eins vel eftir stríði og hægt sé.

Það neistaði á milli einræðisstjórnarinnar og Bandaríkjanna í síðustu viku þegar Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, sagði að ætlunin sé að skjóta fleiri eldflaugum út yfir Kyrrahafið. Hún hótaði einnig öllu illu ef einhver skyldi taka upp á því að skjóta flugskeyti og eldflaugar Norður-Kóreu niður.

Norður-kóreumenn hafa einnig sakað Bandaríkin og Suður-Kóreu um að auka spennuna á Kóreuskaga með sameiginlegri heræfingu ríkjanna sem stendur yfir þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“