fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Pressan

Kryddstautarnir þínir geta gert þig veika(n)

Pressan
Laugardaginn 11. mars 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður bandarískrar rannsóknar sýna að kryddstaukar geta valdið veikindum. Þeir geta verið verri hvað þetta varðar en viskastykki, skurðarbretti og meira að segja lokið á ruslafötunni.

Samkvæmt rannsókninni, sem var gerð af National Institute of Health í Bandaríkjunum þá er rétt að hafa í huga að þú getur dreift bakteríum við matseldina, þannig að þær berast í kryddstaukana.

Dagbladet skýrir frá þessu og segir að rannsóknin hafi byggst á tilraun þar sem þátttakendur matreiddu kalkúnaborgara og báru fram með salati. Þátttakendurnir vissu ekki að tilraunin snerist um matvælaöryggi við matreiðslu.

Vísindamennirnir fundu örverur í kalkúninum og bárust þær í kryddstaukana, svokölluð víxlblöndun. Á þann hátt geta bakteríurnar dreifst í hvert sinn sem þú tekur utan um kryddstaukana þína og kryddar matinn.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að á öðrum yfirborðsflötum, til dæmis skurðarbretti og hnífum, voru bakteríur í um 20% af tímanum. Á kryddstaukunum var hlutfallið 48%.

Víxlblöndun er ein algengasta orsök sjúkdóma af völdum matar og matseldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tesla hættir framleiðslu á þessum tveimur bílum

Tesla hættir framleiðslu á þessum tveimur bílum
Pressan
Í gær

Nýjar vendingar í máli unglings sem hvarf fyrir áratug – „Jacob er fundinn“

Nýjar vendingar í máli unglings sem hvarf fyrir áratug – „Jacob er fundinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellefu úr sömu fjölskyldunni teknir af lífi

Ellefu úr sömu fjölskyldunni teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískir TikTok-notendur segja miðilinn ritskoða færslur og skilaboð sem tengjast Epstein og ICE

Bandarískir TikTok-notendur segja miðilinn ritskoða færslur og skilaboð sem tengjast Epstein og ICE
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór í mál eftir að hafa ekki verið boðið í jólateitið í vinnunni

Fór í mál eftir að hafa ekki verið boðið í jólateitið í vinnunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk og einum helsta ráðgjafa Trump misboðið vegna Star Trek – Eru nýju þættirnir vók?

Musk og einum helsta ráðgjafa Trump misboðið vegna Star Trek – Eru nýju þættirnir vók?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slökkviliðsmaður myrti eiginkonuna eftir að hafa lesið dagbókina hennar

Slökkviliðsmaður myrti eiginkonuna eftir að hafa lesið dagbókina hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood

Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood