fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Kryddstautarnir þínir geta gert þig veika(n)

Pressan
Laugardaginn 11. mars 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður bandarískrar rannsóknar sýna að kryddstaukar geta valdið veikindum. Þeir geta verið verri hvað þetta varðar en viskastykki, skurðarbretti og meira að segja lokið á ruslafötunni.

Samkvæmt rannsókninni, sem var gerð af National Institute of Health í Bandaríkjunum þá er rétt að hafa í huga að þú getur dreift bakteríum við matseldina, þannig að þær berast í kryddstaukana.

Dagbladet skýrir frá þessu og segir að rannsóknin hafi byggst á tilraun þar sem þátttakendur matreiddu kalkúnaborgara og báru fram með salati. Þátttakendurnir vissu ekki að tilraunin snerist um matvælaöryggi við matreiðslu.

Vísindamennirnir fundu örverur í kalkúninum og bárust þær í kryddstaukana, svokölluð víxlblöndun. Á þann hátt geta bakteríurnar dreifst í hvert sinn sem þú tekur utan um kryddstaukana þína og kryddar matinn.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að á öðrum yfirborðsflötum, til dæmis skurðarbretti og hnífum, voru bakteríur í um 20% af tímanum. Á kryddstaukunum var hlutfallið 48%.

Víxlblöndun er ein algengasta orsök sjúkdóma af völdum matar og matseldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað