fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Nýjar vendingar í máli fjögurra ára drengs sem fannst látinn í sundlaug

Pressan
Laugardaginn 9. desember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir fjögurra ára drengs sem fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Queensland í Ástralíu í ágúst 2021 hefur verið ákærð fyrir morð.

Drengurinn fannst meðvitundarlaus í sundlauginni og sagði móðirin, Tara Richardson, að drengurinn hafi dottið ofan í sundlaugina með þeim afleiðingum að hann drukknaði.

Eftir rúmlega tveggja ára umfangsmikla rannsókn hefur lögregla gefið út ákæru í málinu og telja saksóknarar fullvíst að drengurinn hafi verið látinn áður en hann fór ofan í laugina. Þannig fannst ekkert vatn í lungum hans.

Í fréttum ástralskra fjölmiðla kemur fram að grunsemdir hefðu vaknað meðal lögreglumanna sem voru kallaðir á vettvang.

Lögregla segir að eftir umfangsmikla rannsókn sé hafið yfir vafa að banamein drengsins var ekki drukknun. Þá segir lögregla að enginn annar hafi verið á vettvangi og aðeins móðirin komi til greina.

Tara var leidd fyrir dómara í gær, föstudag, að því er fram kemur í frétt News.co.au.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði