Drengurinn fannst meðvitundarlaus í sundlauginni og sagði móðirin, Tara Richardson, að drengurinn hafi dottið ofan í sundlaugina með þeim afleiðingum að hann drukknaði.
Eftir rúmlega tveggja ára umfangsmikla rannsókn hefur lögregla gefið út ákæru í málinu og telja saksóknarar fullvíst að drengurinn hafi verið látinn áður en hann fór ofan í laugina. Þannig fannst ekkert vatn í lungum hans.
Í fréttum ástralskra fjölmiðla kemur fram að grunsemdir hefðu vaknað meðal lögreglumanna sem voru kallaðir á vettvang.
Lögregla segir að eftir umfangsmikla rannsókn sé hafið yfir vafa að banamein drengsins var ekki drukknun. Þá segir lögregla að enginn annar hafi verið á vettvangi og aðeins móðirin komi til greina.
Tara var leidd fyrir dómara í gær, föstudag, að því er fram kemur í frétt News.co.au.